• HJÁLP

 • FORSÍĐA

 • SKRÁ VITJUN

 • LYFJASKÁPUR


 • GRIPUR

 • SAMNINGAR

 • LYF

 • SJÚKDÓMUR

 • HĆTTA
 •  
 • Fréttir

   
  29.12.2016 15:56:56
   
  Skýrslur vegna lyfjagjafa
  Núna í kringum áramótin er gott að rifja upp hvernig dýralæknar geta nálgast skýrslur yfir sínar lyfjagjafir í Heilsu og tekið þær út á Excel formi ef vill. 
  Þá er valið úr valmyndinni vinstra megin Lyfjagjafir sem er undir SKÝRSLUR. Þar er hægt að kalla fram skýrslur yfir lyfjagjafir eftir búgrein, býli, lyfjum og tímabili. Allar skýrslur sem birtast er síðan hægt að hlaða niður á Excel formi með því að smella á litlu Excel myndina sem birtist hægra megin fyrir ofan skýrsluna sem birtist. Í Excel forminu birtast meiri upplýsingar en gerast á síðunni sjálfri og þar er einnig hægt að raða saman og flokka upplýsingarnar að vild. 
  ATH: því miður er ekki hægt að ná í skýrslur yfir lyfjaskápa, þ.m.t. garnaveikibólusetningar, en því verðu bætt við á næstunni. Ef dýralæknar vilja nálgast slíka skýrslu fram að því þá er hægt að óska eftir því í gegnum ábendingarflipann hér að ofan eða á tölvupóstfangið heilsa@mast.is
   
  01.12.2016 14:21:20
   
  Biðtímar í lyfjapökkum og fyrir undanþágulyf komnir í lag
  Búið er að finna og lagfæra villuna sem hafði áhrif á biðtíma lyfja í lyfjapökkum og fyrir undanþágulyf. Heilsa man síðasta skráða biðtíma dýralæknis fyrir lyf í lyfjapökkum og einnig fyrir undanþágulyf.
  En eins og ávalt þá bera dýralæknar ábyrgð á því að réttur biðtími sé skráður. Dýralæknar eru beðnir um að hafa sérstaklega augun hjá sér varðandi þessa biðtíma og ef biðtímar eru ekki að koma réttir þá endilega að senda inn ábendingu
   
  24.11.2016 16:19:23
   
  Vinsamlegast ATHUGIРBIÐTÍMA í lyfjapökkum og fyrir undanþágulyf.
  Svo virðist vera að einhver villa sé í kerfinu þegar notaðir eru lyfjapakkar og undanþágulyf. Verið er að vinna að því að lagfæra villuna.
  Á meðan eru dýralæknar vinsamlegast beðnir um að huga sérstaklega að því að biðtímar séu réttir í þessum tilfellum.
  Beðið er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hljótast. 
   
  11.11.2016 11:36:16
   
  Garnaveikibólusetningar
  Enn á ný er tími garnaveikibólusetninga genginn í garð og gott að rifja upp hvernig hægt er að skrá þær í Heilsu. Annars vegar er hægt að skrá garnaveikibólusetningar eins og venjulega vitjun en einnig geta dýralæknar skráð þær bólusetningar sem þeir hafa framkvæmt þó þeir hafi ekki í höndunum öll gripanúmer.  Það er gert eins og um skráningu í lyfjaskáp sé að ræða og bóndi getur síðan ráðstafað lyfinu í sína gripi.  Þessi skráning í lyfjaskáp er þó frábrugðin venjulegum skráningum í lyfjaskáp að því leiti að dýralæknirinn er búinn að framkvæma lyfjagjöfina og geta bændur því ekki átt við skammta eða sjúkdómsgreiningu í kerfinu heldur aðeins ráðstafað þeim í rétta gripi.  Skráning dýralæknis fer að mestu leiti fram eins og önnur skráning í lyfjaskáp nema tilgreina þarf skammt sem gefinn var hverjum grip og í heildarmagn skal skrá það heildarmagn lyfs sem var gefið við bólusetningu.  Dæmi: ef dýralæknir bólusetur 20 gripi á einum bæ þar sem hverjum grip er gefið 1 ml af bóluefni skal skrá 1 ml fyrir 'Skammt' og 20 ml fyrir 'Heildarmagn'. Ef hins vegar hver gripur fengi 2 ml af bóluefni væri 2 ml skráð fyrir 'Skammt' og 40 ml fyrir 'Heildarmagn'.