• HJÁLP

 • FORSÍĐA

 • SKRÁ VITJUN

 • LYFJASKÁPUR


 • GRIPUR

 • SAMNINGAR

 • LYF

 • SJÚKDÓMUR

 • HĆTTA
 •  
 • Fréttir

   
  22.05.2018 14:58:27
   
  Breytingar á lyfjaskápum í Heilsu 
  Búið er að gera breytingar á lyfjaskápum í Heilsu samhliða breytingum á lyfjaskráningum í hjarðbókarkerfi sauðfjárbænda, Fjárvís.  Breytingin í Heilsu er þannig að þegar lyfjaskápurinn er opnaður þá sést yfirlit fyrir þau lyf sem hafa verið skráð í skápinn í stað tæmandi lista áður yfir allar skráningar sem gerðar hafa verið í lyfjaskápinn. Ein lína birtist þá fyrir hvert lyf og hvaða magn er af því lyfi í lyfjaskápnum þá stundina.  Fyrir hvert lyf er síðan hægt að fá nánari upplýsingar um skráningar á lyfinu í og úr lyfjaskápnum, einskonar reikningsyfirlit, og fæst það með því að smella á bláa "i" hringinn til hægri í línunni fyrir hvert lyf. Dýralæknar geta séð allar skráningar í og úr lyfjaskáp en sjá aðeins nafn sitt á þeim skráningum sem eru í þeirra nafni, líkt og áður. Ef að magn lyfs birtist í mínus þá hefur bóndi skráð lyfjagjöf með lyfinu en lyfið hefur ekki verið skráð í lyfjaskáp af dýralækni. Ef að dýralæknir rekur sig á mínus stöðu á lyfi sem hann hefur áður afhent á viðkomandi búi þá getur verið gott að skoða nánari upplýsingar um hreyfingarnar á lyfinu til að kanna hvort hann eigi eftir að skrá viðkomandi afhendingu á lyfinu í lyfjaskápinn.